UM HÖFUNDA

Eyþór Wöhler

Á milli þess sem hann skrifar bækur og yrkir ljóð leggur Eyþór stund á nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst með áherslu á markaðsfræði og sparkar í tuðru með Liði KR í Bestudeildinni hér á Íslandi og U21-landsliði Íslands.

Auk þess starfar Eyþór við störf sem eru ekki nógu merkileg til að telja upp hér. Eyþór hefur einnig starfað hjá Hlöllabátum og leikið bensínstarfsmann í margverðlaunuðu kvikmyndinni Leynilöggunni. Áhugamál Eyþórs eru íþróttir, heilsa, Tenerife, útivera og gott kaffi.

Emil Örn Aðalsteinsson

Emil leggur stund á skrif og sjálfskipaðar íslenskurannsóknir auk þess sem hann lærir rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Áhugamál hans eru langhlaup og íslensk náttúra.

Djúpstæður áhugi hans á tungumálinu á rætur sínar að rekja til Ingibjargar móður hans, sem eríslenskufræðingur og leggur mikið upp úr því að rækta sífellt íslenskukunnáttu sína. Uppáhaldsstaður Emils í heiminum er sumarbúðirnar í Reykjadal, þar sem hann starfar á sumrin og lætur gott af sér leiða.